Kalk í vendisinum axlarinnar

Hjá mörgum okkar fellur kalk út í sinum og líkaminn fjarlægir það án þess að við verðum þess vör. Oftast uppgötvast kalk i vendisinum axlarinnar þegar röntgenmyndir, segulómun eða önnur myndgreining er framkvæmd vegna verkja i öxlinni.
Algengast er að kalk falli út hjá einstaklingum milli 30 og 60 ára aldurs. 

Einkenni

Einkennin eru lík öðrum ástæðum sem valda verkjum undir axlarhyrnunni. Verkur sem leiðir niður utanverðan upphandlegginn, verri við lyftu arms út frá kroppnum. Samtímis er algengt að verkir komi fram þegar líður á daginn og versni á kvöldin og snemma nætur.

Orsakir

Það er enn á huldu hví sumar frumur í vendisinum axlarinnar fara í gegnum umbreytingu og líkjast meir brjóskfrumum og byrja að safna kalki í kringum sig. Þetta ferli í sjálfu sér veldur ekki sársauka og líkaminn getur fjarlægt kalkið úr sinunum með tímanum. Kalkið er frekar teikn um að vendisinar axlarinnar eru undir álagi fremur en að kalkið valdi sársauka.

Kalk í sin

Áhættuþættir

Reykingar, langvarandi álag á vendisinum axlarinnar og svo virðist sem erfðir spili einnig inn í ferlið. 

Greining

Góð sögutaka getur komið manni á sporið en staðfesting á kalki má fá með einfaldri röntgen eða ómskoðun á öxlinni. Segulómun getur einnig sýnt fram á kalk í sinunum en er ekki besta myndgreiningin fyrir kalk í vendisinum. 

Meðferð

Lengi vel töldu læknar að kalkið sjálft væri að valda sársauka og nokkrar mismunandi aðferðir hafa staðið til boða, allt frá höggbylgjum, skolun eða aðgerð.
Eftir árið 2015 fóru þó efasemdir að heyrast um að kalkið sé orsakavaldur sársaukans og eymslum sjúklinganna.
Til að skera úr um gagnsemi þess að fjarlægja kalkið var framkvæmd
stór rannsókn sem á sjúkrahúsum í Noregi og Svíþjóð sýndi fram á engan mun á líðan sjúklinga sem fengu kalkið fjarlægt eða þeirra sjúklinga sem kalkið var ekki fjarlægt.

Röntgen kalk

Sprautumeðferð med barksterum

Fyrsti valkostur í flestum tilfellum.  Einföld í framkvæmd og gert í sama viðtali við sérfræðinginn þinn. Barksterar leysa vandamálið ekki í sjálfu sér en þeir geta linað sársaukann, bætt þannig svefn og auðveldað þjálfun.

Virkni hverrar sprautu getur varað allt upp undir 3 mánuði og hægt er að endurtaka meðferðina þó helst ekki oftar en 3 skipti.

Speglunaraðgerð:

Í einstaka tilfellum geta einkennin komið mjög brátt fram og mjög erfið til verkjastillingar. Þá er hægt að að gera speglunaraðgerð sem er framkvæmdd í svæfingu eða leiðsludeyfingu. Læknirinn nýtir lítinn brennsluhníf til að fjarlægja hálabelginn og fá yfirsýn yfir vendisinarnar í öxlinni. Eftir að hafa staðsett kalkið er það sogið út.  Ekki er þörf á fatla eftir aðgerðina en sjúklingurinn ætti að forðast þungan burð eða mikið álag á öxlina fyrstu 4-6 vikurnar eftir aðgerð.