Upplýsingar fyrir aðgerð
Hlekkurinn hér að neðan opnar skjal með upplýsingum fyrir þig varðandi undirbúning fyrir aðgerðina hjá okkur. Lestu vel í gegnum skjalið og hafðu samband ef þú ert óviss um eitthvað.
Nákvæma tímasetningu á mætingu fyrir aðgerð færðu senda í gegnum Heilsuveru nokkrum dögum fyrir aðgerð.
Upplýsingar eftir aðgerð
Hlekkurinn hér að neðan opnar skjal með upplýsingum fyrir þig varðandi ferlið eftir aðgerðina hjá okkur. Lestu vel í gegnum skjalið og hafðu samband ef þú ert óviss um eitthvað.
Verkjastiginn
Verkir eftir aðgerð eru óþægilegir en sem betur fer ekki hættulegir. Lestu vel niðurlag aðgerðarlýsingarinnar sem þú færð með þér eftir aðgerðina, því þar kemur fram tillaga að verkjalyfjanotkun sem stundum þarf að sníða að þeirri aðgerð sem gerð er og sumum sjúkdómum.
Það má líka nota verkjastigann sem er sýndur hér (smellið á mynd til að fá upp stærri mynd til útprentunar).