Kostnaður við viðtöl og aðgerðir er samkvæmt samningi SÍ og Læknafélags Reykjavíkur og kostnaðarþáttaka sjúklings miðast við tryggingarþrep SÍ
Hjörtur Brynjólfsson
Bæklunarskurðlæknir með sérþekkingu á vandamálum axlar og olnboga.
Höfundur vefsíðunnar og með brennandi áhuga á öllu sem snýr að axlargrindinni og olnbogum.
Útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2011.
Vann á bæklunarskurðdeild Landspítalans og í Orkuhúsinu að loknu kandídatsári.
Hóf sérnám við Haukeland Universitets Sykehus í Bergen árið 2014. Í sérnáminu starfaði hann einnig á Kysthospitalet í Hagavik og lauk sérnámi á Haraldsplass Diakonale Sykehus í Bergen.
Starfaði á Haraldsplass sem sérfræðingur í axlar- og olnbogavandamálum til ársins 2024.
Fellowship hjá Philippe Collin í Rennes, Frakklandi árið 2021
Meðlimur í SECEC-ESSSE, evrópsk samtök skurðlækna sem sinna axlar- og olnbogavandamálum
Meðlimur í ESSKA-ESA, samtök bæklunarlækna sem sinna liðspeglunum
Meðlimur í Norsk forening for artroskopi
Ægir Amin Hasan
Bæklunarlæknir með sérþekkingu á vandamálum axla
Útskrifaðist frá Læknadeild Háskólans í Debrecen, Ungverjalandi árið 2011.
Vann á bæklunarskurðdeild Landsspítalans að loknu kandídatsári. Hóf sérnám á Halland Sjukhus í Halmstad í Svíþjóð, árið 2014 og lauk sérnámi þar 2018.
Hefur starfað sem sérfræðingur í bæklunarlækningum Capio Movement í Halland frá árinu 2018.
Fellowship í axlarvandamálum hjá Capio Movement Halmstad árið 2019
Liðslæknir Halmstad Bollklubb frá 2016 - 2024
Meðlimur í Axel och armbågselskap