Slit í vendisinum axlarinnar
Vendisinar axlarinnar eru fjórir vöðvar sem stýra hreyfingum upphandleggjarins. Þessir vöðvar eru:
Slit á þessum sinum (algengast í ofan- og neðannibbuvöðvunum tveimur) getur verið tilkomið vegna aldurs og hrörnunar í sinunum eða vegna áverka.
Einkenni
Verkur í öxlinni og eða sársauki við hreyfingar um öxlina. Máttleysi er algengt og stundum getur komið fyrir fölsk lömun í öxlinni, það er að segja að sjúklingurinn getur ekki lyft öxlinni meir en ca 45° út frá kroppnum.
Verkir að nóttu til eru algengir, leiða oft niður í upphandlegginn.
Orsakir
Hrörnun í sininni er algengur orsakavaldur fyrir sliti, þetta er ferli sem tekur langan tíma og oft tekur fólk ekki eftir því að nokkuð ami að í öxlinni því aðlægir vöðvar geta bætt upp fyrir tap á einni sin eða tveimur. Það er algengt að rof á sinum uppgötvist fyrir tilviljun hjá eldri einstaklingum ef þeir af einhverjum orsökum fari myndgreiningu af öxlinni.
Fall á öxlina eða tog í arminn og stundum snúningsáverkar á öxlina geta valdið sliti og þá fylgir yfirleitt verkur og tap á styrk.
Stundum er einungis um minniháttar tog eða áverka að ræða sem þó reyna nóg á hrörlega sin og slit verður á sininni.
Áhættuþættir
Reykingar, langvarandi vanstýring á herðablaði og aldur > 60 ár.
Greining
Góð sögutaka, nákvæm skoðun auk myndgreiningar (segulómun og eða ómskoðun). Tölvusneiðmyndir eða röntgen hafa takmarkað gagn við greiningu á sinasköðum.
Hvenær ætti að fá myndgreiningu af öxlinni?
Ef sjúklingurinn hefur verki eftir áverka í 3 - 4 vikur eftir fall eða tog i arminn.
Við skyndilegt krafttap á vendisinum axlarinnar, sérstaklega við tap á innsnúningi.
Meðferð
Uppgötvist slit á vendisinum axlarinnar fyrir tilviljun hjá sjúklingi sem hefur ekki verki í öxlinni og án fyrri skaða er venjulega ekki þörf á frekari meðferð.
Að vel athuguðu máli og samráði við heimilislækni má byrja með sprautu af bólguhamlandi sterum og hefja þjálfun undir stjórn sjúkraþjálfara meðan beðið er álits bæklunarlæknis hvort aðgerðar sé þörf. Undantekning frá þessu er þegar aðgerð kynni vera gerð innan 3 mánaða, þá ætti ekki að nota bólguhamlandi stera vegna hættu á sýkingu og minni gróanda eftir aðgerðina.
Verkir vegna slits á sinum, krafttap og næturverkir eru góð ábending fyrir aðgerð og rannsóknir hafa sýnt að aðgerð gefur betri árangur en sjúkraþjálfun hjá sjúklingum með smáar eða miðlungsstórar rifur í vendisinum axlarinnar.
Aðgerðin er venjulega gerð með sem liðspeglun. Sinarnar eru festar við upphandlegginn með saum og tekur yfirleitt frá 20 mínútum til rúmlega klukkutíma. Oft er þörf á að gera aðgerð á löngu sin tvíhöfðans samtímis.
Eftir aðgerðina þarf sjúklingurinn að hafa arminn í fatla í ca 3 - 4 vikur. Meðan á fatlatímanum stendur getur viðkomandi tekið arminn úr fatlanum þegar setið er fyrir framan sjónvarpið og eða við matarborðið. Hvern dag skal gera léttar æfingar fyrir öxlina og vinna á móti bjúgmyndun á framhandleggnum og fingrum. Eftir að fatlatímanum lýkur hefst þjálfun hjá sjúkraþjálfara.
Fyrir sjúklinga sem sinnir skrifstofuvinnu er líklegt að það komi til baka til vinnu eftir um það bil 4-6 vikur en fyrir sjúklinga sem sinna líkamlega erfiðari vinnu er líklegra að snúa til vinnu eftir 12 vikur.