Tennisolnbogi

Um það bil 1-4% af fólki hafa einkenni tennisolnboga í mismiklum mæli á hverjum tíma. Þetta er lítið eitt algengara hjá konum en körlum og er algengast á aldursbilinu 40 - 60 ára en getur komið fyrir í öllum aldurshópum. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á að það sé beint samband við atvinnu / athafnir og tíðni tennisolnboga.

Í langflestum tilfellum gengur þetta yfir af sjálfu sér á nokkrum vikum án þess að það þurfi að leita meðferðar. Hafi einkenni tennisolnboga hins vegar staðið yfir í 3 mánuði eða lengur gæti verið ráð að sækja álits læknis. Einnig ef um krafttap er að ræða samhliða því sem einkennin koma fram, þá ætti ekki að bíða lengi með að leita sér aðstoðar. 

Hvað er tennisolnbogi? 

Þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu í gegnum tíðina þá höfum við ekki enn gott svar á reiðum höndum hvers vegna við fáum tennisolnboga. Fyrsta þekkta tilraun til að útskýra orsökina var gerð af þýskum lækni, Ferdinand Runge 1873. Hann kallaði sjúkdóminn “skrifkrampa”. 

Englendingar kölluðu sjúkdóminn “Lawn-tennis elbow” og þaðan kemur nafnið sem situr enn. James Henry Cyriax birti árið 1936 fyrstu samanburð á mismunandi meðferðum. Þá þegar var opin aðgerð kunn og algeng aðgerð við tennisolnboga. Hann setti fram þá tilgátu að bólga og smá áverkar væru orsök verkjanna.

Olnboigi verkur tennisolnbogi

Orsakir

Of miklu álagi vegna síendurtekinna hreyfingar úlnliðsins hefur oft verið kennt um en það eitt og sér getur ekki útskýrt hví margir sjúklingar með tennisolnboga eru hvorki í atvinnu eða hafa frístundir sem útsetja þá fyrir slíku álagi. Reykingar eru þekktur áhættuþáttu sem eykur áhættu á að maður fái tennisolnboga. 

Við vitum að hvorki bólga né bólgusjúkdómar eru orsök verkjanna en samspil lélegs blóðflæðis í dýpsta hluta sameiginlegrar sinafestu réttivöðva framhandleggjar og þá tregðu til gróanda og endurnýjunar er líklegasta orsök tennisolnboga.

Einkenni

Verkir yfir ytri hlið olnboga sem geisla oft niður framhandlegginn. Krafttap getur einnig komið fyrir. Margir upplifa verki við að taka í hendur, vinda klúta eða halda á kaffibolla. 

Greining

Sjúklingarnir gefa yfirleitt svo dæmigerða sögu að hún ásamt góðri skoðun er yfirleitt nægileg til að gefa greiningu. Í þeim tilfellum þar sem talsvert krafttap er einnig um að ræða ætti maður að íhuga segulómun eða ómskoðun til að útiloka stærri áverka í sinafestunni sem getur haft áhrif á val á meðferð. 

Verkur olnbogi
epicondylitis

Meðferð

Eins og nefnt er hér að ofan, er ekki þörf á neinni sérstakri meðferð í flestum tilfellum en hafi ástandið verið í 3 mánuði eða lengur getur verið þörf á meðferð. 

Sprautumeðferð

  • Bólguhamlandi sterar (Cortison) voru notaðir í miklu mæli áður fyrr. Meðferðin getur gefið tímabundna lausn á verkjunum en flestir upplifa að verkirnir koma á ný. Því miður hafa bólguhamlandi sterar einnig neikvæð áhrif á gróandann í sininni og geta gert ástandið jafnvel verra og erfiðara að eiga við. Almennt séð er ekki mælt með bólguhamlandi sterum sem meðferð við tennisolnboga. 

  • Blóðflöguríkt plasma (BRP) er nýlegur möguleiki sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum sem meðferð við ýmsum kvillum. Undanfarið hafa komið fram rannsóknir sem telja að það er árangur af sprautumeðferð með blóðflöguríku plasma. Í yfirlitsgrein frá 2022 var fullyrt að BRP gefur góðan árangur sem meðhöndlun við tennisolnboga. 

    Aðferðin er tiltölulega einföld og er gerð í staðdeyfingu. Fyrstu dagana eftir meðferð ætti sjúklingurinn að forðast þunga vinnu en að öðru leyti er ekki um aðrar takmarkanir að ræða. 

Aðgerð

  • Liðspeglun:

Á síðastliðnum áratugum hefur þessi aðferð orðið vinsælli samhliða því sem tækni við liðspeglanir hefur fleytt fram.

Kostir

  • Þessi aðferð gefur góða yfirsýn og tilgang að minni áverkum sem liggja dýpst í sininni og inn við liðpokann. 

  • 2 smá ör á hvorri hlið olnbogans.

  • Góður árangur, 75% af sjúklingunum upplifa mjög góðan árangur.

  • Fylgikvillar eru fáir og sjaldgæfir

Ókostir

  • Krefur svæfingar

  • Þörf er á meiri tækjakosti og starfsfólk

  • Það er ekki hægt að festa lausa sinafestu með beinankerum ef það er nauðsynlegt eins og hægt er við opna aðgerð. 

  • Opin aðgerð:

Í gegnum tíðina hefur mörgum mismunandi aðferðum verið hampað en breytt Nirschl tækni hefur haft höfuð og herðar yfir allar þegar kemur að árangri. Er tiltölulega einföld og gefur möguleika á að aðlaga aðgerðina eftir því hversu stór skaðinn er.

Kostir

  • Eitt ör yfir utanverðum olnboganum

  • Oftast gerð í staðdeyfingu án þarfar á svæfingu

  • Mjög góður langtímaárangur (92-96% sjúklinga eru ánægðir)

  • Passar fyrir allar gerðir tennisolnboga, sérstaklega að stærri sköðum á sinafestunni þar sem krafttap er til staðar. 

  • Þarfnast ekki flókins tækjabúnaðar

  • Fylgikvillar eru fáir og sjaldgæfir